Knattspyrnuþjálfarinn Aidy Boothroyd, sem þjálfaði m.a. Watford og enska U21 árs landsliðið, greindist með Parkinson's-sjúkdóminn fyrir þremur árum síðar en hann greindi fyrst frá tíðindunum opinberlega í dag.
„Það var gríðarlegt áfall að vera greindur með sjúkdóminn og það tók mig langan tíma að verða tilbúinn að segja frá opinberlega,“ er haft eftir honum í yfirlýsingu frá þjálfarasamtökum Englands.
„Ástríðan mín fyrir þjálfun hefur aldrei verið meiri og ég er klár í að hefja næsta kafla í mínu lífi,“ bætti hann við.
Boothroyd kom Watford upp í ensku úrvalsdeildina árið 2006 og vann Toulon-mótið virta með enska U21 árs liðinu árið 2018.
Hann hefur einnig stýrt Coventry, Northampton og Colchester en Boothroyd er 54 ára gamall.