Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Southampton vilja meira en 100 milljónir punda fyrir sóknarmanninn unga Tyler Dibling.
The Daily Telegraph greinir frá. Dibling, sem er 19 ára gamall, hefur verið einn besti leikmaður Southampton á erfiðu tímabili.
Liðið er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir 29 leiki og 17 stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Á meðal félaga sem eru áhugasöm um Dibling eru Tottenham, Manchester City, Manchester United, Bayern München og Leipzig.
Kantmaðurinn hefur spilað 25 leiki með Southampton í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað í þeim tvö mörk.