Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó hefur mikinn áhuga á að fá Virgil van Dijk fyrirliða Liverpool í sínar raðir.
Van Dijk verður samningslaus eftir tímabilið og getur því yfirgefið Liverpool á frjálsri sölu eftir leiktíðina.
Illa hefur gengið hjá Liverpool að framlengja samning Hollendingsins og virðist næsta víst að hann sé á förum frá félaginu.
Hann hefur einnig verið orðaður við París SG í Frakklandi, Evrópumeistara Real Madrid og þýska félagið Bayern München.