Gary Neville, sparkspekingur og fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gangrýndi eigendur enska knattspyrnufélagsins Liverpool harðlega í hlaðvarpi.
Allt stefnir í að lykilmaður karlaliðsins Trent Alexander-Arnold fari til Real Madrid á frjálsri sölu í sumar þegar samningur hans í Bítlaborginni rennur út.
Þá er Liverpool ekki enn búið að festa niður lykilmenn liðsins Mohamed Salah og Virgil van Dijk en samningur þeirra rennur einnig út í sumar.
Neville var harðorður þegar hann talaði um eigendur Liverpool í hlaðvarpinu Stick to Football.
„Þegar kemur að Trent þá er þetta ófyrirgefanlegt. Sama hvað var í gangi bak við tjöldin, þá þurftu eigendur félagsins að horfa á Trent fyrir tveimur árum og reyna allt til að festa hann niður til framtíðar. Hann er einn þeirra,“ sagði Neville.