Gleðifréttir fyrir Chelsea

Nicolas Jackson.
Nicolas Jackson. AFP/Justin Tallis

Nicolas Jackson, framherji enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er mættur til æfinga á nýjan leik. 

Jackson hefur verið frá undanfarið vegna meiðsla en hann fór meiddur af velli í sigri Chelsea á West Ham, 2:1, í byrjun febrúar. 

Framherjinn er hins vegar tilbúinn í slaginn á nýjan leik og verður klár fyrir leik Chelsea gegn Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni eftir viku. 

Chelsea er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar með 49 stig og í mikilli baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka