Missir af bikarleiknum mikilvæga

Chris Wood.
Chris Wood. AFP/Oli Scarff

Chris Wood, framherji enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, verður fjarri góðu gamni um helgina þegar liðið heimsækir Brighton í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Wood, sem er 33 ára gamall, meiddist á mjöðm í landsleik með Nýja-Sjálandi í nýliðnum landsleikjaglugga og getur af þeim sökum ekki tekið þátt í leiknum.

Hann hefur verið lykilmaður í spútnikliði Nottingham Forest á tímabilinu og skorað 18 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka