Real Madrid gæti þurft að greiða Liverpool

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Paul Ellis

Þó að samningur Trents Alexanders-Arnolds rennur út hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool í sumar gæti Real Madrid þurft að greiða enska félaginu pening endi hann á að semja við Evrópumeistarana. 

Það er ef Madridingar vilja fá hann um leið og heimsmeistaramót félagsliða hefst. 

Samningur Alexanders-Arnolds gildir til 30. júní en Real Madrid hefur leik á HM félagsliða 18. júní. 

Liverpool-liðið gæti því beðið Real Madrid um greiðslu til að sleppa enska bakverðinum fyrr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert