Til Þýskalands eftir vonbrigðadvöl á Englandi?

Jadon Sancho.
Jadon Sancho. AFP/Benjamin Cremel

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho vill komast aftur til Þýskalands en hann er samningsbundinn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Sancho, sem er 25 ára gamall, gæti gengið til liðs við sitt fyrrverandi félag Borussia Dortmund í sumar.

Sóknarmaðurinn gekk til liðs við United frá Dortmund, sumarið 2021, en hefur aldrei náð sér á strik í Manchester.

Hann var lánaður til Chelsea síðasta sumar en hefur ekki tekist að heilla forráðamenn félagsins með spilamennsku sinni í Lundúnum.

Sancho skoraði 53 mörk og lagði upp önnur 64 í 158 leikjum með Dortmund en hann hefur aðeins skorað 11 mörk og lagt upp önnur tíu í 81 leik í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka