Enska knattspyrnufélagið Newcastle er á eftir Jarrel Quansah varnarmanni Liverpool.
Þetta kemur fram í umfjöllun The Times en Quansah er 22 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool-liðinu.
Hann hefur ekki verið í miklu hlutverki hjá Liverpool á tímabilinu eftir að hafa spilað þó nokkuð mikið meira á síðustu leiktíð.
Newcastle fylgist með leikmanninum fram að sumarglugganum en hefur hvorki haft samband við hann né Liverpool enn sem komið er.