Berta að hefja störf hjá Arsenal

Andrea Berta
Andrea Berta Ljósmynd/Atlético Madrid

Andrea Berta tekur formlega við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska félaginu Arsenal eftir helgi en hann tekur við af Edu sem lét af störfum undir lok síðasta árs.

Jason Ayto hefur gegnt starfinu tímabundið undanfarna mánuði. Berta er 53 ára Ítali, sem fékk mikið lof fyrir störf sín hjá Atlético Madrid, þar sem hann starfaði í átta ár.

Þar á undan starfaði hann hjá Genoa og Parma í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka