Góðar fréttir fyrir United

Luke Shaw hefur lítið sem ekkert spilað á tímabilinu.
Luke Shaw hefur lítið sem ekkert spilað á tímabilinu. AFP/Adrian Dennis

Enski knattspyrnumaðurinn Luke Shaw er byrjaður að æfa á nýjan leik með Manchester United eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Varnarmaðurinn lék síðast með United í 4:0-sigrinum á Everton í desember síðastliðnum en hann hefur aðeins leikið þrjá leiki á öllu tímabilinu vegna meiðsla.

Hann hefur ekki byrjað leik með United á tímabilinu og ekki byrjað leik síðan hann var í byrjunarliði Englands gegn Spáni í úrslitaleik EM í júlí.

Harry Maguire og Leny Yoro æfðu einnig með United í dag en þeir hafa einnig verið að glíma við meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert