Enski knattspyrnumaðurinn Jarrell Quansah verður ekki seldur frá Liverpool í sumar.
Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Quansah, sem er 22 ára gamall, hefur verið orðaður við Newcastle að undanförnu.
Newcastle var sagt tilbúið að bjóða í kringum 30 milljónir punda í miðvörðinn sem getur einnig leyst stöði hægri bakvarðar.
Arne Slot, stjóri Liverpool, er hins vegar ekki tilbúinn að selja varnarmanninn og sér Quansah sem framtíðarvarnarmann hjá félaginu.