Liverpool ætlar ekki að selja miðvörðinn

Jarell Quansah.
Jarell Quansah. AFP/Henry Nicholls

Enski knattspyrnumaðurinn Jarrell Quansah verður ekki seldur frá Liverpool í sumar.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Quansah, sem er 22 ára gamall, hefur verið orðaður við Newcastle að undanförnu.

Newcastle var sagt tilbúið að bjóða í kringum 30 milljónir punda í miðvörðinn sem getur einnig leyst stöði hægri bakvarðar.

Arne Slot, stjóri Liverpool, er hins vegar ekki tilbúinn að selja varnarmanninn og sér Quansah sem framtíðarvarnarmann hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka