Liverpool hefur fundið arftaka Alexanders-Arnolds

Jeremie Frimpong.
Jeremie Frimpong. AFP/Nicolas Tucat

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool hafa hafið viðræður við forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen um hægri bakvörðinn Jeremie Frimpong.

Það er PA-fréttaveitan sem greinir frá þessu en Frimpong, sem er 24 ára gamall, hefur leikið með Bayer Leverkusen frá árinu 2021.

Hann var í lykilhlutverki með liðinu á síðustu leiktíð þegar Leverkusen varð Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn og skoraði níu mörk og lagði upp önnur sjö til viðbótar í 31 deildarleik.

Bakvörðurinn er samningsbundinn Leverkusen út keppnistímabilið 2027-28 en hann kostar í kringum 50 milljónir punda.

Forráðamenn Liverpool sjá Frimpong sem fullkominn arftaka fyrir Trent Alexander-Arnold sem mun að öllum líkindum ganga til liðs við Real Madrid í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert