Skagamaðurinn fær Aston Villa í heimsókn

Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson og liðsfélagar hans í enska B-deildarfélaginu Preston taka á móti Aston Villa í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í Preston á sunnudaginn kemur.

Átta liða úrslitin hefjast á morgun með tveimur leikjum þegar Fulham tekur á móti Crystal Palace og Nottingham Forest heimsækir Brighton.

Á sunnudaginn mætast svo Preson og Aston Villa í Preston og Manchester City heimsækir Bournemouth.

Stefán Teitur hefur verið fastamaður í liði Preston á tímabilinu en félagið sló Burnley úr leik í sextán liða úrslitunum, 3:0.

Preston hefur ekki gengið jafnvel í deildinni og í bikarnum en liðið er í 14. sæti B-deildarinnar með 47 stig, tíu stigum frá umspilssæti þegar átta umferðum er ólokið í deildarkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert