Spilar ekki um helgina

Rodri með gullboltann en hans hefur verið sárt saknað í …
Rodri með gullboltann en hans hefur verið sárt saknað í liði Manchester City í vetur. AFP/Franck Fife

Spánverjinn Rodri, besti knattspyrnumaður heims árið 2024, spilar ekki með Manchester City gegn Bournemouth í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn þó hann sé farinn að æfa með liðinu á ný.

Rodri slasaðist í september, þegar hann sleit krossband í hné, og hefur því aðeins leikið tvo úrvalsdeildarleiki með liðinu á yfirstandandi keppnistímabili.

Vangaveltur voru um hvort Pep Guardiola myndi tefla honum fram gegn Bournemough en stjórinn aftók það með öllu á fréttamannafundi í dag.

„Sko, það væri gaman ef hann gæti spilað um helgina en það væri röng ákvörðun á þessum tímapunkti. Hann er kominn vel af stað á æfingum en það er allt annað að fara í keppnisleik. Við verðum að vera algjörlega vissir um að hann sé í lagi áður en hann spilar leik," sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert