Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham íhuga að selja argentínska varnarmanninn Cristian Romero í sumar.
Það er vefmiðillinn GiveMeSport sem greinir frá þessu en Romero, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Tottenham frá Atalanta sumarið 2021.
Hann hefur verið lykilmaður í varnarleik liðsins á síðustu árum og þá er hann einnig lykilmaður í argentínska landsliðinu.
Miðvörðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Atlético Madrid á Spáni en hann er samningsbundinn Tottenham út keppnistímabilið 2026-27.
Enska félagið vill fá í kringum 70 milljónir punda fyrir varnarmanninn sem á að baki 42 A-landsleiki fyrir Argentínu.