Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur mikinn áhuga á sænska markahróknum Viktor Gyökeres. The Athletic greinir frá þessu.
Nýi íþróttastjórinn Andrea Berti er mikill aðdáandi Gyökeres en hann er hagkvæmari kostur en landi hans Alexander Isak hjá Newcastle.
Gyökeres hefur skorað 42 mörk og lagt upp 11 í 42 leikjum í öllum keppnum fyrir Sporting á þessari leiktíð.
Manchester United hefur einnig verið orðað við Gyökeres en Ruben Amorim, stjóri United, sótti Svíann til Sporting frá Coventry sumarið 2023.