Arsenal tilkynnir komu íþróttastjórans

Andrea Berta.
Andrea Berta. Ljósmynd/Atlético Madrid

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur tilkynnt komu nýja íþróttastjórnas Andrea Berta. 

Berta tekur við af Jayson Ayto sem hef­ur gegnt starf­inu tíma­bundið und­an­farna mánuði eftir að Edu Gaspar hætti undir lok síðasta árs. Berta er 53 ára Ítali, sem fékk mikið lof fyr­ir störf sín hjá Atlético Madrid, þar sem hann starfaði í átta ár.

Enskir miðlar hafa undanfarinn mánuð sagt að það verði mikið að gera hjá Berta fyrstu mánuði hans í starfi en karlalið Arsenal stefn­ir á að styrkja sig til muna næsta sum­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka