Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur tilkynnt komu nýja íþróttastjórnas Andrea Berta.
Berta tekur við af Jayson Ayto sem hefur gegnt starfinu tímabundið undanfarna mánuði eftir að Edu Gaspar hætti undir lok síðasta árs. Berta er 53 ára Ítali, sem fékk mikið lof fyrir störf sín hjá Atlético Madrid, þar sem hann starfaði í átta ár.
Enskir miðlar hafa undanfarinn mánuð sagt að það verði mikið að gera hjá Berta fyrstu mánuði hans í starfi en karlalið Arsenal stefnir á að styrkja sig til muna næsta sumar.