Crystal Palace fyrsta liðið í sögunni

Leikmenn Crystal Palace eru í miklu stuði.
Leikmenn Crystal Palace eru í miklu stuði. AFP/Henry Nicholls

Crystal Palace vann Fulham mjög sannfærandi, 3:0, í átta liða úrslitum enska bikars karla í knattspyrnu á heimavelli Fulham Craven Cottage í gær. 

Palace-liðið er þar með komið í undanúrslitin sem verða spiluð á Wembley. 

Með sigrinum í gær náði Palace afreki sem ekkert enskt lið í efstu deild hefur áður náð. 

Það er að vinna sex útileiki í röð í öllum keppnum án þess að fá á sig mark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka