Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og liðskonur hennar í West Ham sóttu stig á útivelli gegn toppliði Chelsea, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í dag.
Chelsea er í toppsæti deildarinnar með 48 stig, sex stigum á undan Arsenal í öðru. West Ham er aftur á móti í sjöunda með 19 stig.
Dagný Brynjarsdóttir byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á 35. mínútu í stöðunni 2:0 fyrir Chelsea.
Eftir innkomu hennar skoraði West Ham tvö mörk þökk sé Shekiera Martinez, seinna undir blálokin.