Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Preston sem mætir Aston Villa á heimavelli í átta liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu klukkan 12.30.
Preston er eina B-deildarliðið í átta liða úrslitunum en Nottingham Forest og Crystal Palace eru komin áfram í undanúrslitin.
Bournemouth og Manchester City mætast síðan í síðasta leik átta liða úrslitanna á eftir.