Aston Villa er komið í átta liða úrslit eftir útisigur á B-deildarliðinu Preston, 3:0, í Preston í dag.
Aston Villa fylgir þar með Crystal Palace og Nottingham Forest í undanúrslitin en á eftir ræðst hvort Bournemouth eða Englandsmeistarar Manchester City verði fjórða liðið.
Staðan var 0:0 í hálfleik en í þeim seinni skoraði Marcus Rashford sín fyrstu tvö mörk síðan hann gekk í raðir Villa í janúar. Jacob Ramsey bætti síðan við því þriðja.
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 83. mínúturnar í liði Preston.