Fyrrverandi United-maðurinn í tveggja ára fangelsi?

Brandon Williams í leik með Manchester United.
Brandon Williams í leik með Manchester United. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Brandon Williams gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist fyrir ofsaakstur.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Williams, sem er 24 ára gamall, er án félags þessa dagana eftir að samningur hans við uppeldisfélag sitt Manchester United rann út síðasta sumar.

Williams gjöreyðilagi bifreið sína í ágúst árið 2023 en hann var myndaður á 160 kílómetrahraða á klukkustund í aðraganda slyssins. 

Þá var hann einnig í vímu þegar slysið átti sér stað en hann sást anda að sér hláturgasi stuttu áður en áreksturinn átti sér stað.

Hann játaði sök í málinu og gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi en dómur verður kveðinn upp í Manchester þann 9. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert