Reynsluboltarnir munu líklega yfirgefa City

Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne. AFP/Justin Tallis

Þrír af reynslumestu leikmönnum enska knattspyrnufélagsins Manchester City munu að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en leikmennirnir sem umræðir eru þeir Ilkay Gündogan, Jack Grealish og Kevin de Bruyne.

De Bruyne, sem er 33 ára gamall, hefur verið lengst hjá félaginu og er fyrirliði liðsins en hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum árum.

Hafa unnið allt

Gündogan, sem er 34 ára gamall, snéri aftur til félagsins síðasta sumar eftir eitt tímabil með Barcelona á Spáni.

Grealsh, sem er 29 ára gamall, hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og ekki náð að sýna sitt rétta andlit.

Þeir hafa allir verið í stórum hlutverkum hjá félaginu á undanförnum árum og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert