Bukayo Saka, enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, leikur væntanlega sinn fyrsta leik með Arsenal í þrjá mánuði þegar liðið mætir Fulham í úrvalsdeildinni annað kvöld.
Saka hefur glímt við meiðsli aftan í læri og samtals misst af 21 leik í öllum mótum. Fram að því hafði hann skoraði níu mörk og lagt upp fjórtán og er enn næsthæstur í stoðsendingum í úrvalsdeildinni á þessu tímabili með tíu slíkar, þrátt fyrir fjarveruna.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Saka væri tilbúinn í slaginn.
Arsenal er með 58 stig í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, tólf stigum á eftir Liverpool þegar níu umferðum er ólokið. Þá á Arsenal framundan sannkallaða stórleiki gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.