Draumaendurkoma Saka hjá Arsenal

Bukayo Saka fagnar í kvöld.
Bukayo Saka fagnar í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Arsenal hafði betur gegn Fulham, 2:1, í 30. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London í kvöld. 

Arsenal er komið með 61 stig í öðru sæti, níu stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fulham er í áttunda sæti með 45. 

Arsenal heimsækir Everton í næstu umferð en Fulham fær Liverpool í heimsókn.

Arsenal varð fyrir þó nokkru áfalli snemma í leiknum þegar miðvörður og lykilmaður liðsins Gabriel meiddist og þurfti að fara af velli. Arsenal á leik gegn Evrópumeisturum Real Madrid eftir nákvæmlega viku og er líklegt að Gabriel missi af honum. 

Gabriel lykilmaður Arsenal gengur svekktur af velli meiddur.
Gabriel lykilmaður Arsenal gengur svekktur af velli meiddur. AFP/Glyn Kirk

Mikel Merino kom Arsenal yfir á 37. mínútu. Þá fékk hann sendingu frá Ethan Nwaneri og setti boltann í netið eftir viðkomu í Jorge Cuenca, 1:0. 

Á 66. mínútu sneri Bukayo Saka aftur á völlinn eftir meiri en þriggja mánaða fjarveru. Hann kom inn á við mikið lófaklapp stuðningsmanna Arsenal og það tók hann aðeins sjö mínútur að skora. 

Þá keyrði Gabriel Martinelli upp völlinn og sendi á Merino sem gaf hann fyrir aftur á Martinelli sem framlengdi boltanum með hælnum á Saka sem stangaði hann inn, 2:0, og draumaendurkoma staðreynd. 

Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham í blálokin en það reyndist of seint, 2:1. 

Mikel Merino fagnar markinu sínu.
Mikel Merino fagnar markinu sínu. AFP/Glyn Kirk
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 2:1 Fulham opna loka
90. mín. Sex mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert