Forráðamenn sádiarabísku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hafa trú á því að Salah yfirgefi Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar.
Samningsstaða Salah hefur mikið verið til umræðu á yfirstandandi tímabili en Egyptinn hefur sjaldan verið betri.
Miðlar á Englandi hafa undanfarið greint frá því að Liverpool sé vongott að Salah skrifi undir nýjan samning hjá félaginu.
Hins vegar segir Daily Telegraph í dag frá því að sádiarabíska deildin hafi trú á því að hann gæti gengið til liðs við eitthvað félag þarlendis í sumar.