Newcastle fylgist náið með enska knattspyrnmarkverðinum James Trafford, sem ver mark Burnley.
Trafford, sem er 22 ára gamall, hefur haldið hreinu 27 sinnum í 38 leikjum með Burnley í ensku B-deildinni á tímabilinu.
Trafford hefur hjá Burnely síðan sumarið 2023 og varði mark liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þegar liðið féll. Hann á að baki 19 leiki fyrir U21 árs lið Englands og var í fyrsta landsliðshópi Thomas Tuchel um daginn.
Newcastle leitar að framtíðarmarkverði þar sem Nick Pope markvörður liðsins er orðinn 32 ára og hefur verið í vandræðum með meiðsli undanfarið.