Wolves hafði betur gegn West Ham, 1:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen var hetja Úlfanna, því hann skoraði sigurmarkið á 21. mínútu.
Með sigrinum fór Wolves upp í 29 stig og er nú tólf stigum fyrir ofan fallsætin og orðið ljóst að Southampton, Ipswich og Leicester, sem eru öll nýliðar í deildinni, eru á leiðinni aftur niður í B-deildina.