Arne Slot, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, vildi lítið tjá sig um framtíð bakvarðarins Trents Alexanders-Arnolds hjá félaginu á blaðamannafundi í dag.
Slot var spurður út í leikmanninn sem ku vera á leiðinni til Real Madrid þegar samningur hans rennur út í sumar.
Alexander-Arnold er meiddur og vildi Slot beina sjónum sínum að því.
„Hvað varðar Trent? Hann er meiddur, því miður. Nú er öll hans einbeiting á að verða heill aftur fyrir lokakafla tímabilsins.
Hvað snertir Real Madrid, þá höfum við aldrei einbeitt okkur að utanaðkomandi viðræðum,“ svaraði Slot.
Liverpool fær nágranna sína í Everton í heimsókn annað kvöld.