Stór breyting hjá ensku úrvalsdeildinni

Andrew Robertson bakvörður Liverpool heldur á úrvalsdeildarboltanum.
Andrew Robertson bakvörður Liverpool heldur á úrvalsdeildarboltanum. AFP/Paul Ellis

Enska úrvalsdeild karla í knattspyrnu mun innleiða hálfsjálfvirka rangstöðutækni í fyrsta skipti 12. apríl. 

Þetta kemur fram á heimasíðu deildarinnar. 

Enska úrvalsdeildin ætlaði að innleiða tæknina, sem er notuð í Meistaradeild Evrópu, á stórmótum landsliða og fleiri deildum, fyrr á tímabilinu en því var frestað. 

Öll 20 félögin samþykktu breytingu á tækninni í fyrra. Tæknin hefur reynst vel í öðrum keppnum og verið mun minna gagnrýnd en sú sem enska úrvalsdeildin hefur notað hingað til. 

Leikið verður í 32. umferðinni 12. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert