Markmiðið hjá Southampton restina af tímabilinu í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu er skýrt, að verða ekki versta liðið í sögu hennar.
Þetta sagði Ivan Juric stjóri liðsins á blaðamannafundi í dag.
Southampton, sem hefur tapað fimm leikjum í röð, fær Crystal Palace í heimsókn annað kvöld. Liðið er með aðeins níu stig eftir 29 leiki.
Derby County er enn með lægsta stigafjölda í sögu deildarinnar en liðið vann aðeins ellefu stig tímabilið 2007 til 2008.
Southampton þarf tvö stig til viðbótar til að jafna og þrjú til að bæta árangur Derby.
„Markmiðið okkar er að verða ekki versta lið í sögu deildarinnar. Sjáum hvað við getum gert,“ sagði Juric meðal annars.