Vilja yfir sjö milljarða fyrir bakvörðinn

Milos Kerkez er eftirsóttur.
Milos Kerkez er eftirsóttur. AFP/Ben Stansall

Enska knattspyrnufélagið Bournemouth vill yfir sjö milljarða íslenskra króna fyrir ungverska bakvörðinn Milos Kerkez. 

Þetta kemur fram í umfjöllun The Times. 

Kerkez, sem er 21 árs gamall, hefur spilað vel á tímabilinu með Bournemouth sem er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og í harðri baráttu um Evrópusæti. 

Þá hefur hann verið orðaður við topplið Liverpool síðustu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert