Vondar fréttir fyrir Arsenal

Gabriel gengur svekktur af velli í kvöld.
Gabriel gengur svekktur af velli í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Arsenal varð fyr­ir áfalli í kvöld er varn­ar­maður­inn Gabriel Mag­al­hães fór meidd­ur af velli strax á 16. mín­útu í leik liðsins við Ful­ham í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta.

Sett­ist Gabriel í grasið þegar bolt­inn var hvergi nærri og þurfti síðan að fara af velli. Er um afar slæm­ar frétt­ir fyr­ir Arsenal að ræða, enda Gabriel lyk­ilmaður í vörn liðsins.

Þá koma meiðslin á versta tíma, því enska liðið mæt­ir Evr­ópu­meist­ur­um Real Madríd í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar síðar í mánuðinum.

Fyrri leik­ur­inn verður á heima­velli 8. apríl og sá seinni 16. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert