Manchester City hafði betur gegn Leicester, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Jack Grealish kom City yfir strax á 2. mínútu og Omar Marmoush gerði annað markið á 29. mínútu og þar við sat.
City er í fjórða sæti með 51 stig. Leicester er í 19. sæti með 17 stig, 12 stigum frá öruggu sæti.
Aston Villa gerði góða ferð til Brighton og sigraði Brighton-menn örugglega, 3:0. Marcus Rashford, Marco Asensio og Donyell Malen gerðu mörkin en þeir komu allir til Villa í janúarglugganum.
Ipwsich vann óvæntan útisigur á Bournemouth, 2:1. Nathan Broadhead kom Ipswich yfir á 34. mínútu og Liam Delap bætti við öðru markinu á 60. mínútu. Evanilson lagaði stöðuna fyrir Ipswich á 67. mínútu.
Newcastle sigraði Brentford á heimavelli, 2:1. Alexander Isak kom Newcastle yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Bryan Mbeumo jafnaði fyrir Brentford á 66. mínútu úr víti. Sandro Tonali skoraði hins vegar sigurmark Newcastle á 74. mínútu. Hákon Rafn Valdimarsson var allan tímann á bekknum hjá Brentford.
Loks gerði botnlið Southampton og Crystal Palace jafntefli, 1:1. Paul Onuacu kom Southampton yfir á 20. mínútu en Matheus Franca jafnaði í uppbótartíma.