Jack Grealish og Omar Marmoush skoruðu mörk Manchester City er liðið sigraði Leicester, 2:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Grealish skoraði eftir góða sókn fram hægri kantinn og Marmoush nýtti sér slæm mistök hjá vörn og markverði Leicester.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.