Rodrigo Muniz framherji Fulham hefur skorað sex mörk sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu.
Hann skoraði í tapi Fulham fyrir Arsenal, 2:1, í gærkvöldi en markið var hans sjöunda á tímabilinu en öll nema eitt hafa komið sem varamaður.
Hann er nú aðeins á eftir Adam Le Fonde sem skoraði átta mörk sem varamaður fyrir Reading tímabilið 2012 til 2013.