Keyptu táning á tæpa tvo milljarða

Brighton fær efnilegan kantmann í sumar.
Brighton fær efnilegan kantmann í sumar. AFP/Andy Buchanan

Brighton & Hove Albion hefur fest kaup á enska knattspyrnumanninum Tom Watson fyrir tíu milljónir punda, 1,7 milljarða íslenskra króna. Watson, sem er 18 ára gamall, kemur frá uppeldisfélagi sínu Sunderland.

Hann gengur formlega til liðs við Brighton að yfirstandandi tímabili loknu og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið, sem gildir til sumarsins 2029.

Watson er kantmaður sem hefur spilað 17 leiki og skorað tvö mörk fyrir Sunderland í öllum keppnum frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir tveimur árum.

Sunderland er í góðri stöðu í baráttunni um að tryggja sér sæti í umspili ensku B-deildarinnar þar sem liðið er í fjórða sæti, 15 stigum fyrir ofan WBA í sjötta sæti og níu stigum á eftir Leeds United og Burnley í baráttunni um að komast beint upp í úrvalsdeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert