Anthony Elanga reyndist hetja Nottingham Forest þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á sínum gömlu félögum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Markið kom snemma leiks eftir magnað einstaklingsframtak Elanga, sem brunaði frá eigin vallarhelmingi að vítateig Man. United og lagði boltann snyrtilega í netið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.