Skoraði eftir þriggja mánaða fjarveru (myndskeið)

Bukayo Saka sneri aftur í lið Arsenal eftir að hafa verið frá vegna meiðsla undanfarna þrjá mánuði og skoraði í 2:1-sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Saka kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og kom Arsenal svo í 2:0 sjö mínútum síðar.

Áður hafði Mikel Merino brotið ísinn en Rodrigo Muniz skoraði sárabótamark fyrir Fulham í blálokin.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert