Við ætlum að reyna að vinna ensku úrvalsdeildina

Gabirel Martinelli átti mjög góðan leik í gærkvöldi.
Gabirel Martinelli átti mjög góðan leik í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Gabriel Mart­inelli seg­ir að Arsenal ætli sér að reyna að vinna ensku úr­vals­deild­ina í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur liðsins á Ful­ham, 2:1, í Norður-Lund­ún­um í gær­kvöldi. 

Mart­inelli átti einn sinn besta leik í lang­an tíma en hann lagði upp annað mark Arsenal, sem Bukayo Saka skoraði í end­ur­komu sinni. 

Mart­inelli er kok­hraust­ur og seg­ir að Arsenal ætli að vinna ensku úr­vals­deild­ina, þrátt fyr­ir að Arsenal sé níu stig­um á eft­ir Li­verpool sem á einnig leik til góða. 

„Við ætl­um að reyna að vinna ensku úr­vals­deild­ina. Svo er einnig stór­leik­ur fram und­an gegn Real Madrid, við ætl­um að reyna að vinna leiki og bik­ara,“ sagði Mart­inelli við breska rík­is­út­varpið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert