Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel, einn af lykilmönnum enska knattspyrnufélagsins Arsenal, mun að öllum líkindum missa af báðum leikjum liðsins gegn Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Gabriel meiddist í sigri Arsenal á Fulham, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn þriðjudag.
John Cross hjá Mirror segir frá því að Arsenal óttist hið versta þegar kemur að meiðslum leikmannsins og að sé nánast alveg ljóst að hann missi af leikjunum tveimur.
Arsenal fær Real Madrid í heimsókn á þriðjudaginn í næstu viku og síðari leikur liðanna fer fram 15. apríl.