Átti að fá rautt gegn Liverpool

James Tarkowski fær gult spjald fyrir brotið á Alexis Mac …
James Tarkowski fær gult spjald fyrir brotið á Alexis Mac Allister. AFP/Paul Ellis

James Tarkowski, fyrirliði og varnarmaður Everton, átti að fá rautt spjald fyrir tæklingu á Argentínumanninum Alexis Mac Allister í nágrannaslag gegn Liverpool á Anfield í gærkvöldi. 

Liverpool vann leikinn, 1:0, en tækling Tarkowski á Mac Allister kom snemma leiks. Þá fór hann illa í Mac Allister sem hefði getað meiðst alvarlega. 

Fyrir það hlaut hann gult spjald en VAR-sjáin skoðaði atvikið en ákvað að breyta spjaldinu ekki í rautt. 

Samkvæmt SkySports hefur enska dómarasambandið, PGMOL, gefið það út að hann hefði átt að fá rautt spjald fyrir brotið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert