Matheus Franca skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir Crystal Palace þegar hann jafnaði metin í 1:1 á annarri mínútu uppbótartíma gegn botnliði Southampton.
Reyndust það lokatölur en Franca skoraði með skalla sem Aaron Ramsdale í marki Southampton varði í netið.
Hinn stóri og stæðilegi Paul Onuachu hafði komið Southampton yfir með keimlíku marki; skalla sem Dean Henderson varði niður í hornið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.