Brasilíski knattspyrnumaðurinn Gabriel verður frá keppni það sem eftir er af tímabilinu hjá Arsenal.
Þetta staðfesti félagið í dag en hann þarf að gangast undir aðgerð eftir að hafa meiðst aftan í læri í sigri Arsenal á Fulham, 2:1.
Enn bætist við mikinn meiðslalista Arsenal en Gabriel er algjör lykilmaður hjá félaginu. Hann spilar ekki meira á tímabilinu líkt og Kai Havertz, Gabriel Jesus og Takehiro Tomiyasu.