Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir Aston Villa þegar hann kom liðinu á bragðið í 3:0-sigri á Brighton & Hove Albion á útivelli í gærkvöldi.
Hann lyfti þá boltanum snyrtilega yfir Bart Verbruggen í marki Brighton eftir langa sendingu Morgan Rogers fram.
Marco Asensio skoraði svo, aftur eftir undirbúning Rogers, og lagði Asensio svo upp þriðja markið fyrir Donyell Malen.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.