Nathan Broadhead og Liam Delap voru á skotskónum þegar Ipswich Town vann kærkominn sigur á Bournemouth, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Bæði mörkin komu eftir laglegt spil og var sigurinn kærkominn og mikilvægur fyrir Ipswich í baráttunni um að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu.
Evanilson minnkaði muninn fyrir Bournemouth en nær komust heimamenn ekki.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.