Arsenal missteig sig í Liverpool

David Raya markvörður Arsenal sér vð Beto framherja Everton.
David Raya markvörður Arsenal sér vð Beto framherja Everton. AFP/Andy Buchanan

Evert­on og Arsenal gerðu jafn­tefli, 1:1, í fyrsta leik helgar­inn­ar í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á Good­i­son Park í Li­verpool í dag.

Arsenal er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 62 stig en Evert­on er í 14. með 35 stig. 

Le­andro Tross­ard kom Arsenal yfir á 34. mín­útu leiks­ins. Þá keyrði Raheem Sterl­ing upp völl­inn og kom bolt­an­um á Tross­ard sem kláraði færið listi­lega, 0:1. 

Arsenal-liðið byrjaði seinni hálfleik­inn brös­ug­lega og á 47. mín­útu fékk Evert­on víti. Þá braut My­les Lew­is-Skelly á Jack Harri­son og Dar­ren Eng­land dóm­ari benti á punkt­inn. 

Brotið byrjaði utan teigs og voru leik­menn­irn­ir tveir að rífa í hvorn ann­an en eft­ir at­hug­un í VAR-sjánni stóð dóm­ur­inn. 

Á punkt­inn steig Ilim­an Ndiaye og skoraði af ör­yggi, 1:1. 

Arsenal fékk nokk­ur góð tæki­færi til að skora annað mark en allt varð fyr­ir ekki og enduðu leik­ar því jafn­ir, 1:1. 

Arsenal fær Real Madrid í heim­sókn í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar næsta þriðju­dags­kvöld. 

Næsti leik­ur Evert­on er gegn Nott­ing­ham For­est á úti­velli næstu helgi. 

William Saliba úr Arsenal í baráttunni við Idrissa Gueye.
William Saliba úr Arsenal í bar­átt­unni við Idrissa Gu­eye. AFP/​Andy Buchan­an
Evert­on 1:1 Arsenal opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert