Chelsea að fara í bann í Evrópu?

Chelsea gæti verið í vandræðum.
Chelsea gæti verið í vandræðum. AFP/Adrian Dennis

Knatt­spyrnu­fé­lagið Chel­sea gæti mögu­lega fengið bann frá Evr­ópu­keppn­um í eitt keppn­is­tíma­bil.

Chel­sea tókst að sleppa við brot á regl­um ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar um fjár­hags­lega hátt­vísi (Fin­ancial Fair Play) með því að selja kvennaliðið fyr­ir 200 millj­ón­ir punda til syst­ur­fyr­ir­tæk­is­ins Blu­eco. Mark­mið söl­unn­ar var að tak­marka tap fé­lags­ins og tryggja að það fengi enga refs­ingu þrátt fyr­ir mik­il leik­manna­kaup fyr­ir háar fjár­hæðir und­ir stjórn Todd Boehly.

Hins veg­ar tel­ur UEFA ekki eign­ir með sem seld­ar eru með þess­um hætti og hef­ur því kom­ist að þeirri niður­stöðu að Chel­sea hafi brotið gegn þeirra regl­um.

UEFA og Chel­sea eiga í samn­ingaviðræðum sem munu lík­lega leiða til þess að Chel­sea þurfi að greiða sektar­fjár­hæð og samþykkja út­gjalda­áætl­un fyr­ir næstu þrjú ár.

Brjóti Chel­sea það sam­komu­lag gæti fé­lagið átt eins árs keppn­is­bann í Evr­ópu yfir höfði sér. 

Sam­kvæmt regl­um UEFA mega fé­lög að há­marki tapa 170 millj­ón­ir punda yfir þriggja ára tíma­bil en án tekna frá sölu af kvennaliðinu og sölu tveggja hót­ela er heild­artap Chel­sea 358 millj­ón­um punda á síðustu 3 árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert