Knattspyrnufélagið Chelsea gæti mögulega fengið bann frá Evrópukeppnum í eitt keppnistímabil.
Chelsea tókst að sleppa við brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play) með því að selja kvennaliðið fyrir 200 milljónir punda til systurfyrirtækisins Blueco. Markmið sölunnar var að takmarka tap félagsins og tryggja að það fengi enga refsingu þrátt fyrir mikil leikmannakaup fyrir háar fjárhæðir undir stjórn Todd Boehly.
Hins vegar telur UEFA ekki eignir með sem seldar eru með þessum hætti og hefur því komist að þeirri niðurstöðu að Chelsea hafi brotið gegn þeirra reglum.
UEFA og Chelsea eiga í samningaviðræðum sem munu líklega leiða til þess að Chelsea þurfi að greiða sektarfjárhæð og samþykkja útgjaldaáætlun fyrir næstu þrjú ár.
Brjóti Chelsea það samkomulag gæti félagið átt eins árs keppnisbann í Evrópu yfir höfði sér.
Samkvæmt reglum UEFA mega félög að hámarki tapa 170 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil en án tekna frá sölu af kvennaliðinu og sölu tveggja hótela er heildartap Chelsea 358 milljónum punda á síðustu 3 árum.