This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Aston Villa hafði betur gegn Nottingham Forest, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Morgan Rogers skoraði fyrra mark Villa þegar aðeins 13 mínútur voru búnar af leiknum. Það kom há sending yfir vörn Forest og Rogers tók glæsilega á móti boltanum og setti hann í netið. Donyell Malen kom svo heimamönnum í 2:0 tveimur mínútum síðar eftir flottan undirbúning frá Ian Maarsen.
Jota Silva jafnaði metin fyrir Forest eftir stoðsendingu frá Neco Williams en mörkin og svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.